Matreiðslumaður í Veitingaþjónustu Landspítala
Við leitum að öflugum matreiðslumanni til liðs við Veitingaþjónusta Landspítala. Í boði er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem þú hefur raunveruleg áhrif. Þú færð tækifæri til að starfa í faglegu teymi sem leggur áherslu á gæði og góða þjónustu, í vinnuumhverfi þar sem skapandi hugmyndir fá að njóta sín. Starfið er hjá einum stærsta vinnustað landsins sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki og býður upp á öryggi, frábært samstarfsfólk og fjölskylduvænt starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Hjá Veitingaþjónustu starfa um 100 einstaklingar en deildin heyrir undir Rekstrar- og mannauðssvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi þar sem við framleiðum og afgreiðum um 6.000 máltíðareiningar á dag. Deildin starfrækir jafnframt 9 matsali og 2 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við nýstárlega sjálfsafgreiðslu.
Leitað er eftir drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og býður upp á lifandi starfsumhverfi.
- Vinnur samkvæmt starfslýsingu matreiðslumanns
- Leiðbeinir og þjálfar starfsfólk við almenn störf eftir þörfum
- Daglegur undirbúningur og matreiðsla heitra og kaldra rétta
- Þátttaka í vöruþróun á heitum og köldum réttum
- Sveinspróf í matreiðslu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að leiðbeina - verkstýring utan dagvinnu og um helgar
- Umbóta- og lausnamiðuð nálgun viðfangsefna
- Góð þekking á heilbrigðum og öruggum starfsháttum í veitingarekstri
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Íslenskukunnátta og almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Matreiðslumaður, veitingastörf, matreiðsla, kokkur, matreiðslumeistari