Yfirlæknir Meinafræði
Starf yfirlæknis Meinafræði innan meinafræði og erfða-sameindalæknisfræði á Landspítala er laust til umsóknar. Innan Meinafræðiþjónustu er unnin þjónusta, kennsla og vísindi í tveimur sérgreinum læknisfræðinnar, sem eru almenn meinafræði og réttarmeinafræði.
Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum yfirlækni sem er reiðubúinn að leiða og efla meinafræðiþjónustu Landspítala ásamt því að tryggja árangursríkt mennta- og vísindastarf. Starfið er unnið í nánu samstarfi við yfirlækna og deildarstjóra rannsóknaþjónustunnar, forstöðumann kjarna, forstöðumann fræðasviðs, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni á að takast á við breytingar.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Innan meinafræðiþjónustu starfar öflugur hópur samhents teymis reyndra starfsmanna sem vinna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Næsti yfirmaður er forstöðumaður klínískrar rannsókna- og blóðbankaþjónustu. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
- Ber faglega læknisfræðilega ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun meinafræði og réttarmeinafræði við Landspítala, þ.m.t. kennslumál og vísindastarf
- Ber fjárhagslega og starfsmannaábyrgð innan einingar í samráði við deildarstjóra og yfirlækna erfða- og sameindalæknisfræði
- Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð sérgreinar með það að markmiði að hún sé hagkvæm og innan rekstrarviðmiða hvers árs
- Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar
- Þróar þjónustu innan ábyrgðarsviðs með áherslu á samhæfingu við aðra starfsemi
- Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
- Íslenskt sérfræðileyfi í meinafræði eða réttarmeinafræði, eða skyldum greinum
- Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
- Góð reynsla af vinnu við meinafræði eða réttarmeinafræði og samhliða góð innsýni inn í þessar sérgreinar læknisfræðinnar
- Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
- Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Jákvætt lífsviðhorf, lausnarmiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumarkandi hugsun
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum.
- Afrit af lækninga- og sérfræðileyfum sem og vottuð afrit af erlendum leyfum (ef við á).
- Staðfesting á læknis-, stjórnunar- og kennslustörfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af læknis-, kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum.
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
- Kynningarbréf með framtíðarsýn umsækjenda varðandi starfið og sérgreinina auk rökstuðnings fyrir hæfni.
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, yfirlæknir, sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,