Í dag er alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis. Dagurinn er helgaður því að auka vitund um geðheilbrigðismál og stuðla að andlegri vellíðan.
Málþing sérnáms fór fram 18. september.
Í Fossvogi standa yfir breytingar á skipulagi dag- og legudeilda sem miða að því að bæta þjónustu við sjúklinga og skapa betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk. Breytingarnar, sem nefnast Fossvogsfléttan, eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir flutning starfsemi í nýjan meðferðarkjarna á næstu árum.
Hrönn Harðardóttir er nýr deildarstjóri mannauðsdeildar Landspítala frá 1. ágúst 2025.
Forstjóri hefur tekið ákvörðun um að leggja þróunarsvið Landspítala niður frá og með næstu áramótum.
Fulltrúar frá Landspítala tóku þátt í Vísindavöku Rannís um helgina.
Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi forstöðulæknir á kvennadeild Landspítala og prófessor emeritus í fæðingahjálp og kvensjúkdómum, var heiðraður fyrir framlag sitt til þróunar sérnáms á Íslandi á málþingi sérnáms sem haldið var 18. september sl.
Blóðbankinn hefur hafið starfsemi í Kringlunni. Af því tilefni var blásið til opnunarhófs fyrr í dag þar sem Alma Möller heilbrigðisráðherra var á meðal viðstaddra, auk fjölda starfsfólks Blóðbankans.
Á hverju hausti tekur lyfjaþjónusta Landspítala á móti nýnemum í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og lyfjatækninemum frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla.
Vísindavaka Rannís verður haldin laugardaginn 27. september n.k. í Laugardagshöll og er von á góðum gestum í tilefni 20 ára afmælis hátíðarinnar.
Til stendur að reisa framtíðarhúsnæði geðþjónustu Landspítala í Fossvogi. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur fallist á umsókn Nýs Landspítala ohf. (NLSH) um að hefja deiliskipulagsgerð í Fossvogi.
Evrópuþing öldrunarlækna (EuGMS 2025) fer fram í Reykjavík 24.-26. september og er það í fyrsta sinn sem þessi stóra ráðstefna er haldin á Íslandi.
Landspítali notar vafrakökur m.a. til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun
Nánar um vafrakökunotkun