Leit
Loka

Blóðgjöf

Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 12.000 blóðgjafir á ári eða 250 blóðgjafa á viku. Haft er samband við 6 -8.000 virka blóðgjafa á ári hverju. Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt. Í hverri blóðgjöf er gjöfinni skipt í rauðkornaþykkni, blóðvökva og blóðflögur og því ein gjöf sem getur bjargað 3 einstaklingum

 Frávísanir eru til þess að vernda bæði blóðgjafa og blóðþega. Þær geta verið tímabundnar eða varanlegar. Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú leitað inni á blodgjafi.is eða haft samband við hjúkrunarfræðing í Blóðbankanum

  • Hafa umbúðir á stungustað í 4-6 klst til að koma í veg fyrir sýkingu.
  • Hlífa handlegg fyrstu klukkutímana t.d. ekki lyfta þungu. Það minnkar líkur á blæðingu frá stungustað eða að það myndist mar.
  • Hafa samband við Blóðbankann ef upp koma vandamál/aukaverkanir eftir blóðgjöfina og ef þú veikist á næstu 14 dögum eftir blóðgjöf.
  • Ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt eða sund sama dag og gefið er blóð

Megnið af blóði sem gefið er í Blóðbankanum fer til sjúklinga með krabbamein, skurðsjúklinga og þeirra sem hafa orðið fyrir slysi eða bruna. Meðfylgjandi mynd sýnir notkun blóðs á heimsvísu.

Vissir þú að þú getur gert gagn með því að verða heilblóðsgjafi, blóðflögugjafi eða plasmagjafi og skráð þig á stofnfrumugjafaskrá. Endilega skoðaðu síðuna okkar og ræddu við okkur ef þú hefur áhuga á að skoða fleiri möguleika en heilblóðsgjöf.

Ef þú af einhverjum ástæðum getur ekki gefið blóð þá þiggjum við stuðning þinn til að afla nýrra blóðgjafa. Þú getur t.d. hjálpað okkur með því að hvetja fjölskyldu og vini til að verða blóðgjafar, skráð þig á samfélagsmiðla okkar og dreift boðskapnum.