Panta tíma í blóðgjöf
Bóka þarf tíma með því að hringja eða fylla út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband og finnum tíma sem hentar þér.
Blóðbankinn Snorrabraut sími: 543 5500.
Glerártorg Akureyri sími: 543 5560
Blóðbankinn minnir þig á bókaðan tíma með sms skilaboði.
Styttum biðtímann, bókum tíma.
Nýir blóðgjafar: Við fyrstu komu er aðeins sýnataka og farið yfir heilsufarssögu og tekinn blóðþrýstingur. Eftir 2-3 vikur er hægt að koma og gefa blóð.
Fyrsta blóðgjöf: Við mælum með því að bóka ekki mjög snemma að morgni þegar komið er í fyrstu blóðgjöf, þar sem mikilvægt er að vera búinn að borða góða máltíð og drekka vel um tveimur klukkustundum áður.