Leit
Loka

Aukaverkanir eftir blóðgjöf

Yfirleitt gengur blóðinngjöf áfallalaust fyrir sig. Aukaverkanir við blóðhlutagjafir geta þó komið fyrir og jafnvel verið alvarlegar. Því er mikilvægt að þeir sem gefa blóðhluta sýni varkárni, þekki til helstu aukaverkana og bregðist skjótt við ef líðan sjúklings breytist.

Aukaverkanir geta komið fram á meðan á inngjöf blóðhluta stendur eða nokkrum tímum/dögum síðar. Hugsanleg einkenni eru m.a. hiti, hrollur, andnauð, breytingar á blóðþrýstingi, verkir, útbrot, gula og ógleði/uppköst.

Ef grunur leikur á aukaverkun við inngjöf blóðhluta skal:

  • hætta blóðgjöf strax
  • halda æðalegg opnum
  • kalla til lækni sjúklings
  • meta klínískt ástand sjúklings
  • staðfesta að sjúklingur hafi fengið réttan blóðhluta
  • láta starfsmann í Blóðbanka vita; sími 543 5507
  • draga nýtt 4 ml EDTA blóðsýni úr sjúklingnum og senda til Blóðbankans ásamt beiðni um aukaverkanir og atvik
  • leiki grunur á gerlamengun í blóðhlutanum skal taka sýni úr sjúklingnum og blóðhlutanum og senda á sýkladeild
  • skrá inngjöf blóðhluta og upplýsingar um aukaverkun í Interinfo kerfið í Sögu
  • ekki gefa fleiri blóðhluta nema eftir samráð við Blóðbanka

 Frekari upplýsingar um mismunandi tegundir aukaverkana eftir blóðinngjöf má finna undir valmynd hér til vinstri.

Heimild:

https://www.shotuk.org/wp-content/uploads/myimages/SHOT-REPORT-2019-Final-Bookmarked-v2.pdf

Enska: Febrile non-hemolytic transfusion reaction

Þetta er bráð (<24 klst) aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga. Yfirleitt eru einkenni væg.

Tímasetning:  Kemur oftast fram við lok blóðinngjafar eða fljótlega eftir inngjöf
Tíðni: 0,1 - 1,0% af inngjöfum hvítkornasíaðra blóðhluta
Orsök: Uppsöfnun á frumuboðum (cytokines) í blóðhluta, HLA- eða hvítkornasértæk mótefni - Hitaaukning ≥ 1°C eða hiti > 38°C, kuldahrollur, vanlíðan
Meðferð: Óþægilegt en ekki lífshættulegt, meðhöndlað með hitalækkandi lyfjum

Enska: Acute hemolytic tranfusion reaction

Þetta er bráð (<24 klst) aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga. Getur verið lífshættuleg.

Tímasetning: Kemur oftast fram í upphafi inngjafar eða innan fyrstu 15 mínútna
Tíðni: 1:76.000 af inngjöfum rauðkorna
Orsök: Yfirleitt ABO blóðflokkamisræmi- oft tengt rangri sýnatöku úr sjúklingi eða því að röng eining er gefin
Einkenni: Hiti, hrollur, blóðþrýstingsfall, verkur í kvið eða brjósti, ógleði og uppköst, nýrnabilun, dreifð innæðastorknun
Meðferð: Gefa vökva og verkjalyf. Viðhalda blóðþrýstingi og þvagútskilnaði.
Enska: Delayed hemolytic transfusion reaction

Þetta er síðbúin aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga.

Tímasetning: Kemur fram 5-10 dögum eftir inngjöf
Tíðni: 1:2500 - 11.000
Orsök: Saga um mótefni hjá blóðþega gegn mótefnavaka á rauðkornum gjafa. Oftast Rhesus, Kidd, Kell eða Duffy mótefni sem hafa myndast við meðgöngu eða fyrri inngjöf rauðkornaþykknis.
Einkenni: Sundrun á inngefnum rauðum blóðkornum, gula, óútskýrt fall á blóðrauða
Meðferð: Engin sérstök viðbrögð önnur en að mótefnagreining er nauðsynleg vegna síðari inngripa
Þetta er bráð aukaverkun sem er lífshættuleg.

Tímasetning:  Gerist fljótt eftir að blóðhlutainngjöf hefst
Líkur: 1:75.000 f. blóðflögugjöf, 1:500.000 f. rauðkornagjöf
Orsök: Bakteríumengaðir blóðhlutar. T.d. Pseudomonas, Yersinia, Staphylokokkar.
Einkenni: Hiti, hrollur, blóðþrýstingsfall (lost), bráður nýrnaskaði, dreifð innæðastorknun
Meðferð: Viðhalda blóðþrýstingi og halda innrennsli í æð opnu, senda sýni úr blóðþega og úr blóðhluta í sýklaræktun, meðferð með breiðvirkum sýklalyfjum

Enska: Urticaria

Þetta er bráð (<24 klst) aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga

Tímasetning: Kemur fram skömmu eftir að blóðhlutagjöf hefst
Líkur: 1-3% af blóðinngjöfum
Orsök: Ofnæmisviðbrögð gegn ofnæmisvökum eða plasmaprótínum í blóðhluta
Einkenni: Ofsakláðaútbrot, önghljóð í lungum, hósti
Meðferð: Gera hlé á inngjöf blóðs og gefa andhistamínlyf

Ath! Halda má inngjöf blóðs áfram ef eingöngu er um ofsakláðaútbrot að ræða.
Gefa andhistamínlyf í fyrirbyggjandi skyni.


Enska: Anaphylaxis

Þetta er bráð aukaverkun sem er lífshættuleg. 

Tímasetning: Getur átt sér stað eftir inngjöf aðeins nokkurra millilítra af blóðhluta
Líkur: 1:20.000 - 50.000
Orsök: Kemur oftast fram hjá blóðþega með IgA skort sem þegar hefur myndað mótefni gegn IgA við meðgöngu eða blóðhlutagjöf
Einkenni: Blóðþrýstingsfall, ofnæmisútbrot, andnauð, ógleði, uppköst, niðurgangur, lost
Meðferð: Viðhalda blóðþrýstingi og halda innrennsli í æð opnu, adrenalín, vökvagjöf og barkaþræðing

Ath! Hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir eru að gefa þvegin rauðkorn/blóðflögur eða gefa blóðhluta frá IgA-neikvæðum blóðgjöfum sé IgA-skortur fyrir hendi.

Enska: Transfusion-related acute lung injury eða TRALI

Þetta er bráð aukaverkun sem getur verið lífshættuleg

Tímasetning: Kemur fram á meðan á blóðhlutagjöf stendur eða < 6 klst. frá inngjöf blóðhluta
Líkur: 1:1.200 til 1:190.000
Orsök: Yfirleitt HLA-mótefni eða HNA-mótefni hjá blóðgjafa gegn sjúklingi, lípíðefni í blóðhluta
Einkenni: Skyndileg mæði, öndunarerfiðleikar innan 6 klst. frá gjöf blóðs, súrefnismettun fellur, lungnabjúgur á lungnamynd
Meðferð: Stuðningsmeðferð, súrefni, öndunarvél 

Ath! Hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir eru að vísa blóðgjafa frá ef orsakasamband sannast

Enska: Transfusion-associated circulatory overload eða TACO

Tímasetning: Kemur fram meðan á blóðhlutagjöf stendur eða í kjölfar hennar
Líkur: < 1%
Orsök: Inngjöf er hraðari/meiri en blóðrásarkerfið getur tekið við, gerist oftast hjá hjartabiluðum, ungabörnum og eldra fólki
Einkenni: Öndunarerfiðleikar, hósti, hraður púls, háþrýstingur, lungnabjúgur
Meðferð: Súrefni, þvagræsilyf 

Ath. Má fyrirbyggja með því að gefa blóðhluta hægt inn

Enska: Transfusion-associated graft versus host disease eða TA-GVHD

Þetta er síðbúin aukaverkun sem er lífshættuleg

Tímasetning: Kemur fram 4-30 dögum eftir inngjöf blóðhluta
Líkur: Mjög sjaldgæft
Orsök: Eitilfrumur blóðgjafa ráðast gegn frumum (ónæmisbælds) sjúklings
Einkenni: Hiti, útbrot, niðurgangur, blóðfrumufæð
Meðferð: Stuðningsmeðferð, há dánartíðni

Ath! Má fyrirbyggja með notkun geislaðra blóðhluta


Enska: Post-transfusion purpura eða PTP

Þetta er síðbúin aukaverkun sem getur verið hættuleg

Tímasetning: Kemur fram 5-12 dögum eftir inngjöf blóðhluta
Líkur: Mjög sjaldgæft
Orsök: Blóðflögueyðing vegna ónæmissvörunar, sjúklingur myndar blóðflögumótefni gegn mótefnavaka sem hann hefur ekki, oft anti-HPA1a
Einkenni: Blóðflöguskortur, húðblæðingar, aðrar blæðingar
Meðferð: Blóðvökvaskipti eða ónæmisglóbúlín

Ath! Má fyrirbyggja með gjöf HPA-1a neikvæðra blóðhluta